Brettagarðurinn þarf ekki að vera stór um sig en lítill garður er ekki nema um 300fm. Við ættum að styðja við sívaxandi áhuga ungafólksins á íþróttinni en íþróttir gegna til að mynda mikilvægu forvarnargildi í samfélaginu. Hugmynd að staðsetningu er austan megin við fyrirhugaða brú yfir Fossvoginn. Þar eru í dag grjóthnullungar en á skipulagsteikningum er þar teiknaðaður grasblettur. Stærð þess ætti að vera meiri en nóg.
Vestast á Kársnesinu virðist lítið gert ráð fyrir afþreyingu fyrir ungu kynslóðina. Inn á karsnes.is má sjá myndir sem sýna fyrirhugaðar byggingar þar. Á myndunum má hvorki sjá leikvelli né íþróttasvæði af einhverju tagi. Við þurfum að hvetja til útveru barna með svæðum sem bjóða upp á að þar sé hægt hitta félagana sína. Öll viljum við að börnunum okkar líði vel og séu heilsuhraust, svæði sem ýta undir slíkt þyrftu að vera í forgangi þegar reistar eru nýbyggingar sem telja hundruðu íbúða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation