Hugm: Eydís Björt Ingvarsd Ég legg til að settur verði brettagarður á grasblettinn sem er fjær Fagralundi. Hugmyndin mín samræmist heimsmarkmiðum 3 og 10 (heilsa/vellíðan og aukinn jöfnuður) sem falla undir stefnu Kópavogsbæjar. Hugmyndin samræmist markmiði 3 af því að garðurinn mun stuðla að hreyfingu og skemmtun fyrir bæði unga og aldna. Líklegt er að fólk hreyfi sig meira og geti leikið sér í fersku lofti. Garðurinn samræmist markmiði 10 vegna þess að hann er aðgengilegur öllum, án gjaldtöku.
Frábær hugmynd. Hjólabrettaáhugi fer sívaxandi og er án efa meðal vinsælustu jaðaríþrótta og afþreyingar ungra Íslendinga. Hjólabrettagarður myndi vafalaust efla áhugann á íþróttinni en í dag er einnig keppt á hjólabretti á Ólympíuleikunum og því um að gera að fá sem flesta í sportið.
Væri frábært að fá svona garð, myndi auka áhuga á hreyfingu á fjölbreyttan hátt
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation