Legg til að verði gerð grunn tjörn í Fossvogsdal. Svæðið sem mætti nýta í þetta væri einhversstaðar á grassvæðinu fyrir neðan Kjarrhólmablokkirnar og að Álfatúni sem dæmi. Tjörnin væri þá svipuð og sú sem var gerð við Úlfarsfell, Leirtjörn. Á veturna má nýta tjörnina sem úti-skautasvæði og á sumrin væri hægt að ganga eftir göngustíg kringum vatnið. Tjörnin í Reykjavík er mikið nýtt fyrir skautaiðkun á veturna og líklegt að þessi yrði það líka og með því væri svæðið betur nýtt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation