Stæði fyrir rafhlaupahjól

Stæði fyrir rafhlaupahjól

Lagt er til að á við gatnamót Marbakkabrautar og Huldubrautar verði útbúið stæði sem gæti rúmað fimm eða sex hlaupahjól og á skilti yrðu notendur hvattir til að nýta stæðið fremur en að dreifa hjólunum um nálægar gangstéttir eins og nú vill brenna við. Góður staður fyrir slíkt gæti verið ofan við enda göngustígsins sem liggur niður á Karsnesstíg, gegnt bílastæðinu sem er neðan við hann. Þar mætti helluleggja lítið svæði í horninu milli gangstéttar og göngustígs.

Points

Rafhlaupahjól eru orðin fyrirferðarmikil, vinsæl meðal þeirra sem nota þau en mörgum öðrum finnst þau hinn versti ófögnuður, ekki síst þegar þau liggja eins og hráviði á gangstígum og -stéttum. Hjólin virðast hafa tilhneigingu til að safnast saman á vissum stöðum og einn slíkur er við gatnamót Marbakkabrautar og Huldubrautar en þaðan liggur einnig göngustígur niður á Kársnesstíg. Þótt margir reyni vissulega að leggja hjólunum snyrtilega á þröngum gangstéttum gildir það því miður ekki um alla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information