Legg til að Urðarbraut frá Borgarholtsbraut (Mossley gatnamótin) og að hringtorginu á Kópavogsbraut verði gerð að vistgötu. Mjög mikil umferð gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna, allan daginn allt árið. Gangbrautir í dag eru þannig staðsettar að börnin hlaupa frekar yfir götuna t.d. í frímínútum. Útlit og hönnun vistgatna hægir á umferð bíla en bannar hana ekki. Svo má líka nýta götuna í skemmtilegar uppákomur þegar vel viðrar.
Eykur öryggi. Fegrar umhverfið. Fjölbreyttari nýting á plássi. Tengir betur saman Kársnesskóla, Rútstún og sundlaugina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation