Kársneshjólakraginn

Kársneshjólakraginn

Tvöfaldur aðskilinn hjólastígur sem tengir saman helstu áfangastaði á Kársnesinu við leiðirnar inn og úr bænum. Fyrir börnin til að komast í skólana, foreldrana að rúlla á Mossley og okkur öll bara til að komast auðveldlega á hjólahraðbrautirnar inn og út úr bænum. Þetta er eflaust í einhverri áætlun, en eftir að hafa legið yfir þessu í ótal hjólaferðum síðustu mánuði, þá held ég að þetta þurfi ekki að vera flókið né dýrt í framkvæmd. En ávinningurinn er geggjaður!

Points

Á morgnana sjáum við krakkana hjóla eða rafskútast göngustígana öll í belg og biðu. Liggur oft við árekstrum. Það er vanalega hellingur af hjólum við grindverkið hjá Kársnesskóla. En ekkert þessara barna fær að ferðast á öruggum aðskildum hjólastígum. Ekki einn meter.

Fólkið sem geymir veiðijeppana og rallíbílana á Kársnes- og Kópavogsbraut á eftir að elska þessi rök. Persónulega finnst mér alveg nóg af stæðum á lóðunum í innri hring kragans. Mér virðist þetta pláss oft vera tekið fyrir þriðja eða fjórða bíl heimilisins sem er jafnan lítið hreyfður. Er þetta ekki allt of verðmætt pláss til að geyma bíla ef við getum gert ferðamáta barnanna (og kannski smá foreldranna) miklu öruggari?

Ég hjóla kársnesbrautina að minnst kosti daglega, og sé alltaf fullt af krökkum og fullorðnum á sömu leið. Þetta er klárlega mikið notað sem hjólaleið. En eins og staðan er i dag er gangstéttinni sunnanmegin holótt og norðanmegin ansi þröng. Hjólastigur þarna gæti komið í veg fyrir fólk á hjólum að þræða inn og af gangstéttinni og á milli lagðra bíla. (Og fyrir bíla unnendur er hægt að pæla í hversu yndislegt væri að keyra þarna með engin hjól á götunni)

Þegar við fluttum á Kársnesið í vor þá fékk ég smá sjokk fyrir hönd 5 ára sonar míns sem hefur alist upp í Danmörku, Fossvogsdalnum og hinum Vesturbænum. Þar hefur hann lært að hjóla á stígum og elskar að fara allra sinna ferða hjólandi. Eins og fleiri í fjölskyldunni. En á Kársnesinu erum við alltaf að brölta misgóða stíga, þvælast úti á götu eða þræða einhverjar einstefnukrákustíga. Bara til að komast í leikskólann, í píanótíma eða á Mossley.

Hjólastígur myndi auka aðgengi og öryggi fyrir hjólafólk á Kársnesinu. Mjög þarft þar sem það er farið að færast í aukana að fólk noti hjól sem ferðamáta.

Mikil þörf

Aukið umferðaröryggi barna og fullorðinna á hjólum, styður við hjólreiðar og gerir vesturbæinn fjölskylduvænni.

I really enjoy living here but have been shocked at the lack of separate bike lane on Kársnesbraut. I always feel there isn't enough space for us along with walkers. I think this is a sound plan.

Ég hjóla á hverjum morgni í vinnuna með syni mínum. Erfiðasti og skelfilegasti hlutinn er Karsnesbraut. Bílar keyra hratt, margir ökumenn fara framhjá mér mjög nálægt. Gangstéttin er mjög þröng og í slæmu ástandi. Þessi hjólastígur myndi gera hjólreiðar mun öruggari fyrir fólk og fullorðna.

Ég hjóla á hverjum morgni í vinnuna með syni mínum. Erfiðasti og skelfilegasti hlutinn er Karsnesbraut. Bílar keyra hratt, margir ökumenn fara framhjá mér mjög nálægt. Gangstéttin er mjög þröng og í slæmu ástandi. Þessi hjólastígur myndi gera hjólreiðar mun öruggari fyrir fólk og fullorðna.

Þar sem bærinn hefur lækkað umferðarhraða á Kópavogsbraut og Kársnesbraut þá væri svona þrenging á akbrautinni mun betri leið að mínu mati til að tempra ökuhraða heldur en endalausar hraðahindranir. Auk þess er ég ekki viss um að það þurfi að fjarlægja öll stæðin við Kársnesbraut því hún er víða mjög breið.

Fer mikið um á hjóli og er sammála að það vanti hjólastíg á þessa leið. Gangstéttar eru ófærar á þessu svæði.

Ég bý á Kópavogsbraut og stæðin sem um er rætt og eru frá Urðarbraut og út að skóla eru flesta daga nýtt af fólki sem er í sundlauginni. Stæðin austan Urðarbrautar nýtast að mestu fyrir starfsfólk leikskólans Urðarhóls en einnig fyrir fólk sem sækir aðstöðu í sundlauginni. Fólk sem sækir sundlaugina okkar góðu býr nefnilega ekki allt á Kársnesinu og laugina sækir líka mikill fjöldi eldra fólks alls staðar að á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk þarf bílastæði og þau eru of fá við sundlaugina

Gerir Kársnesið að enn betri stað yil að búa á

Tek undir mikil þörf á betri aðstæðum til að komast á hjóli fyrir íbúa Kársness bæði börn og fullorðinna til og frá skóla, sundi, verslun og annarri þjónustu. Frábær hugmynd vona að verði að veruleika. Bætir öryggi hjólandi skólabarna.

Öryggi barna og allra hjólandi sem gangandi í fyrirrúmi

Ég bý við Kársnesbraut og styð þessa tillögu heilshugar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information