Merkja og lýsa vel upp gangbrautir sérstaklega þar sem mikil umferð gangandi fólks. Þar sem því verður komið við má setja eyju á miðjuna. Eins mætti mála breiða hvíta línu ca 5 metra frá gangbrautinni sem bílar ættu að stoppa við þegar gengið er yfir götuna.
Margar gangbrautir illa merktar og sérstaklega illa upplýstar. Öryggi myndi líka aukast ef eyja er í miðjunni þ a hægt er að stoppa þar til að fylgjast með umferðinni úr hinni áttinni. Ef bílarnir stoppa fjær gangbrautinni veitir það líka öryggistilfinningu fyrir þann sem er á leið yfir götuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation