Yfirbyggður Padel Tennis völlur. Þarf ekki að vera upphitaður en yfirbyggður svo hægt sé að nota hann þegar það kemur íslenskur vetur svo ekki rigni né snjói á völlinn. Væri líka sterkur leikur ef hægt væri að hafa ljós þannig hann væri nothæfur þegar það er dimmt úti
Það er alltaf fullt í Padel í Tennishöllinni. Afhverju? Það er geggjað í padel. Held að þessi tillaga myndi slá í gegn hjá Kópavogsbúum.
Padel Tennis er ein mest vaxandi íþrótt heims en lítið er um padel velli á Íslandi. Þetta væri upplagt tækifæri fyrir kópavog til þess að vera á undan og koma fyrir þessum velli í kópavogi. Ef aðsókn væri of mikil þá væri jafnvel hægt að búa til mjög einfalda vefsíðu þar sem maður getur pantað tíma (frítt) en bara kópavogsbúar sem gætu þá gert það. Staðsetningin er nú þegar til, þar stendur núna tennis völlur sem er ekkert notaður enda ekki í mjög góðu ástandi. Völlurinn er í Heiðarhjalli.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation