Gaman væri að fá aðstöðu til sjósunds fyrir þá sem það stunda á Kársnesinu. Aðstæðuna væri hægt að búa til í formi sandfjöru eða steypts ramps á góðum og öruggum stað, og bílastæða sem nota má í nágrenni. Fyrirmyndir eru t.d. Nauthólsvík, sandfjaran við Skarfaklett, grásleppuskúrarnir á Ægissíðu og útisturtur í fjöru eins og má finna á Akranesi. Þetta væri dásamleg viðbót fyrir lýðheilsu Kópavogsbúa. Ekki myndi skemma fyrir að bæta við búningsklefa og/eða plássi fyrir fargufu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation