Tillaga um að bæta við Sauna aðstöðu í Salalaug eins og til dæmis sauna tunnu á útisvæðið þar sem grasið er við djúpulaugina. Sauna er heilsubót og það hefur verið rannsakað að sauna notkun dregur úr hjarta og æðasjúkdómum og fleira. Áætlað verð um 750 þúsund til 1,5 milljón en þetta myndi auka aðsókn þar sem fólk er að keyra í önnur bæjarfélög til að nýta sér slíka sauna.
Sauna er heilslubót og það hefur verið rannsakað að sauna notkun dregur úr hjarta og æðasjúkdómum og fleira. Finnsk sauna frekar en infrared sauna þar sem finnsk sauna hefur verið meira rannsökuð. Áætlað verð um 750 þúsund til 1,5 milljón en þetta myndi auka aðsókn þar sem fólk er að keyra í önnur bæjarfélög til að nýta sér slíka sauna.
Ætlaði sjálf að skila inn sömu tillögu. Salalaug er mjög vel nýtt og vinsæl laug enda þar frábær aðstaða. Gufan er oftar en ekki þétt setin og kaldi potturinn mjög vinsæll. Það hafa mjög margir rætt að með því að bæta við Saunu á grasblettinum væri hægt að gera góða laug enn betri og nóg pláss einmitt á grasblettinum. Það væri alveg rými fyrir meira að segja aðeins stærri saunu en tillagan segir til um t.d eitthvað í þessa átt https://sauna.is/products/ready-made-sauna-classic
Þessi tillaga er frábær. Ég stunda það töluvert að fara í gufu og bý mjög nálægt Salarlaug en èg geri mér ferð í sundlaugina á Álftanesi eingöngu af því að saunan þar er svo frábær. Væri alveg ótrúlega mikil bót að fá aðmennilega saunu í Salarlaug.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation