Ég vil sjá kaffihús á þessu plani við hlið Lindakirkju. Þarna er eitt flottasta útsýni yfir Kópavog og vel staðsett mót sólu. Hentar vel fyrir eldri borgara, ungar mæður, ungt fólk að hittast og fullorðna á kvöldin að horfa á sólarlagið og þarf ekki alltaf að keyra heim. Við tölum um aukinn einmannaleika á meðal ungra og aldraðra en vantar hlutlausan samastað þar sem fólk getur hist og átt samskipti inni í hverfunum, í göngufæri. Aðstandendur sem heimsækja kirkjugarðinn gætu líka tyllt sér inn
Það vantar svona stað í uppsveitir Kópavogs
Frábær hugmynd enda vantar slíkan samastað fyrir íbúa Linda- og Salahverfis. Ekki verra ef stór pallur til suðurs væri við kaffihúsið. Tryggja þarf þó vegna nærveru við kirkjugarð og hús í Lindahverfi að ekki yrði heimilt að vera með háværar veislur í húsinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation