Mörg börn stunda fótbolta með Breiðablik - á skólatíma eru 1.-4 bekkingar að fá far með frístundarútu en á sumrin er ekkert slíkt í boði. Fimmtu bekkingar og eldri hafa hins vegar ekki aðgang að frístundarútu. Börnin þurfa ýmist að sækja fótbolta í Fífuna/Smárann eða í Fagralundi og þurfa að koma sér þar á milli. Til að auðvelda þeim það að komast á hjóli eða gangandi væri mikið gagn í hjólagöngum undir Kópavogshálsinn - en slíkt á sér margar fyrirmyndir svo sem í Noregi, Belgíu og Hollandi.
Nauðsynlegt er að tengja betur saman Fagralund og Smára/Fífu. Leiðin yfir hálsinn er erfið, engir almennilegir hjólastígar og enginn strætó sem stoppar á báðum stöðum. Þetta myndi auðvelda gríðarlega samgöngur á milli og draga úr endalausu skutli foreldra.
Styðja þarf börn til íþróttaiðkunar. Mikið íþróttastarf á sér stað í bæði Smáranum og við Fagralund en ferðalag þar á milli er ekki auðveld fyrir ung börn þar sem Kópavogshálsinn getur verið talsverður faratálmi. Sjálfbærast væri að gera göng til að auðvelda ferðalagið að öðrum kosti þyrfti að bæta almenningssamgöngur og tengja þessi tvö svæði betur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation