Göngustíg um Fornahvarf

Göngustíg um Fornahvarf

Enginn stígur er um Fornahvarf þar sem mikil umferð gangandi vegfarenda er alla daga, sem oft eru í stórhættu frá bílum því eina leiðin er að ganga á miðri götu eða á hestastíg. Þarna fer mikið af fólki með börn og barnavagna, reiðhjólafólk og fatlað fólk í hjólastólum. Bænum hefur itrekað verið bent á þetta, sérstaklega af íbúum Dimmu-, Mela-, Grundar- og Brekkuhvarfs. Göngustígur þarna ætti að vera i algjörum forgangi, áður en slys verður.

Points

Löngu tímabært að gera þar göngustíg. Hvergi hægt að ganga nema á hestastígnum eða á miðri götu og þarna fer um fatlað fólk, börn og fullorðnir

Löngu tímabært

Það sama og allir hafa sagt hér að neðan.

Löngu tímabært að setja göngustíg. Hef ekkert á móti hestastíg og kannski hægt að hafa bæði en börn verða að hafa forgang!

Yndislegt að hafa reiðstiginn hér fyrir utan en bráðvantar göngustíg. Umferð bíla (og stundum hesta) allt of hröð. Börn á hlaupahjólum, fólk með barnavagna ogfl á móti mjög hraðri umferð. Öryggisins vegna mætti gjarnan setja líka hraðahrindrun (eins og sett var nýlega í Breiðahvarfi) við beygjuna inn í Brekkuhvarf eða þar fyrir ofan.

ekki spurning gatan er stór hættuleg 😡

Enginn stígur er um Fornahvarf þar sem mikil umferð gangandi vegfarenda er alla daga, sem oft eru í stórhættu frá bílum því eina leiðin er að ganga á miðri götu eða á hestastíg. Þarna fer mikið af fólki með börn og barnavagna, reiðhjólafólk og fatlað fólk í hjólastólum. Bænum hefur itrekað verið bent á þetta, sérstaklega af íbúum Dimmu-, Mela-, Grundar- og Brekkuhvarfs. Göngustígur þarna ætti að vera i algjörum forgangi, áður en slys verður.

Þarna fer um hópur af krökkum á hverjum degi og algjörlega glórulaust að þau þurfi að ferðast um á miðri götu.

stórhætta á að hafa ekki göngstíg þarna börn á leið í skóla í myrkri nánast enginn lýsing - bara spursmál hvenær það verður stórslys

Ég forðast að ganga um þetta svæði vegna hættu af bílaumferð. Leiðinlegt að þessi hluti hverfisins sé óaðgengilegur gangandi umferð.

Löngu tímabært að gera göngustíg þarna😄

Öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Auðvitað á að vera göngustígur þarna!!

Galið að þarna sé ekki göngustígur. Stórhættulegt gangandi umferð. Og ef maður gengur hestastíginn er gargað á mann. Mikið af nýjum húsum í hverfinu og ungum börnum. Gullfallegt umhverfi sem ég sæki í í daglegum göngutúrum en stórhættulegt.

Það vantar göngustíg þarna. Það er milil slysahætta þarna í dag.

Löngu tímabært að leggja göngustíg þarna. Mikil umferð gangandi fólks sem og hjólreiðafólks fer um þennan spotta daglega. Eigum við ekki að byrgja brunninn áður en ...... ???

Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þegar börn og fullorðnir ganga þarna á veginum sem er mjög illa upplýstur . Hef lent í að sjá einstaklinga rétt þegar komið er að þeim í myrkri og rigningu. Þessi leið er mjög mikið notuð til að komast á stíga og útivistarsvæðið í Elliðaárdal.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information