Væri gaman að sjá mölinni skipt út fyrir betra undirlag og bætt við rennibraut og trampólíni
Leikvöllurinn hefur nánast verið óbreyttur í 25 ár fyrir utan nýjar rólur. Það hefur aldrei verið skipt um mölina í þau 6 ár sem ég hef búið í Fjallalindinni og kettir í hverfinu gera þarfir sínar í mölina. Væri gaman að mölinni yrði skipt út fyrir betra undirlag og kannski bætt við rennibraut og trampólíni.
Sammála því! Völlurinn er vel nýttur en það væri betri nýting ef eitthvað yrði gert fyrir hann.
Við, ein af nýju fjölskyldunum í Fjallalind, skorum á Kópavogsbæ að endurnýja leikvöllinn á milli Fjallalindar 80 og 82 sem allra fyrst - gríðarlega flott svæði fyrir leikvöll en í dag eru tækin þarna ansi lúin og heilt yfir óspennandi fyrir börn. Þyrfti að endurnýja undirlag, tæki og bæta við rennibraut og einhvernskonar trampólíni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation