Það er fjöldinn allur af íbúum á þessu svæði sem eiga hunda. Það vantar svæði í nágreninu svo að þeir geta fengið að vera lausir og leikið sér.
Sammála, löngu komin tími til að eitthvað sé gert fyrir hundafólk, Reykjavík er með Paradísardal sem er risasvæði og Hafnarfjörður með við Dysjar sem er líka mjög flott svæði.
Það væri mikil bót að gera afgirt hundasvæði við göngustíginn á norðaverðu Kársnesi.
Sammála þessu. Það þarf að gera sérstaka afgirta aðstöðu austan megin og vestan megin á Kársnesi þar sem hundar geta fengið að hlaupa og leika sér. Í dag er of mikið um að hundum sé sleppt lausum á Stelluróló sem er bannað, enda leikvöllur barna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation