Gönguskíðabraut í Fossvogsdal

Gönguskíðabraut í Fossvogsdal

Lengi vel hefur gönguskíðaiðkun verið stunduð í dalnum. Brýr hafa verið byggðar og spor lögð. Til að gera þetta ennþá betra mætti stika út braut, laga brýr, bæta við brúm og fara í lítilsháttar jarðvinnu þannig að brautin verði örlítið niðurgrafin þannig að snjór skafi betur í hana og tolli þar og jafnvel að hafa snjósöfnunargirðingu til hliðar. Brautin nutist svo sem kemmtilegur hjóla , hlaupa eða göngustígur á sumrin . Merkjum svo leiðina inn á kort og búum til skilti.

Points

😀

Fossvogsdalur er útivistarparadís og ýtir þetta enn frekar undir það! Dalurinn er nú þegar vel sóttur af gönguskíðaiðkendum og mun þetta stuðla að enn meiri og betei útivist í dalnum.

Einstaklega góð hugmynd. Bæði að sumri sem vetri, sífellt fleiri vilja hlaupa utanvegar (ekki a malbiki) og er þetta stígur í borg sem hefði aðdráttarafl. Að vetri til jafnast ekkert á við gönguskíðabraut í bakgarðinum. Dalurinn er gjarnan nýttur en samtengingar og skurðir verið til trafala. Dalurinn er einkar fallegur i vetrarskrúða og heilstæð braut með betri nýtingu svæða hvetti fleiri til útiveru.

Það voru miklar framfarir þegar farið var að gera gönguskíðabraut í Fossvogsdalnum (skátarnir í Kópavogi fjárfestu í spora og voru til fyrirmyndar að leggja braut og halda henni við). Undirlag brautarinnar setti hins vegar miklar skorður þannig að brautin var mishæðótt og örugglega erfið á köflum fyrir byrjendur. Ef undirlagið verður lagað og snjó-söfnunargirðing sett upp þá fáum við lengra skíðatímabil og komið er til móts við breiðari hóp gönguskíðafólks. Kominn tími til að nýta dalinn betur.

Frábært framtak. Það var gert spor af skátunum í fyrra og hitt í fyrra á íþrottavelli og meðfram skurðunum. Alveg snilld fyrir íbúar í grenndinni að geta farið aðeins út á skíði. Gott fyrir krakkar ef þau vilja æfa sig.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information