Við búum í Hvörfunum og hér vantar sárlega göngustíga. Þurfum að ganga á götunni ef förum meðfram vatninu. Það eru hestastígar en engin göngustígar. Og gargað á okkur ef göngum á hestastígunum. Mjög hættulegt og slysin oft ansi nálægt.
Rökin fækkum slysum. Bíðum ekki eftir banaslysum á þessum vegi.
Frábær hugmynd! Löngu kominn tími á að það sé göngu- og hjólastígur allan hringinn. Galið að þurfa að fara eftir hestastígum stóran hluta leiðarinnar.
Sammála. Hjóla og hleyp þarna í gegn og það er mjög hættulegt að vera þarna á götunni. Sérstaklega í myrkri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation