Frístund yfir sumarið fyrir yngri grunnskólabörn

Frístund yfir sumarið fyrir yngri grunnskólabörn

Það vantar að brúa bilið fyrir ung grunnskólabörn frá því að skóli endar í byrjun júní og fram til lok ágúst þegar skóli hefst á ný. Það vantar frístund sem er opin yfir sumartímann.

Points

Það hafa ekki öll börn aðgang að ömmu og afa sem eru hætt að vinna og geta passað þau yfir skólasumarfríið sem er nú þegar algjörlega úr takti við atvinnulífið. Foreldrar eiga bókstaflega ekki möguleika á að vera í 3 mánuði í sumarfríi. Hvað þá ef þeir eru einstæðir. Það er ekki nóg að benda bara á íþróttafélögin. Börn eru með mismunandi þarfir og sum með félagskvíða eða önnur vandamál og þurfa því að geta verið í sínum þægindaramma og er frístundin oft sá þægindarammi.

Gódan daginn Persónulega finnst mér alveg galið að Garðabæ r sé eina bæjarfélagið hér à höfuðborgarsvæðinu sem býdur ekki uppá þessa þjònustu. Þetta à ekki ad mìnu mati að vinnast með ìþròttafélögum og er ekki ì samkeppni við þau enda ekki næstum öll börn íþróttasinnuð. Væri ekki hægt ad setja þetta upp med unglinga og bæjarvinnunni eins og leikjarnamskeið međ aðsetur ì Frístund þar sem börn þekkja sig vel. Hlustum nù à íbúana ..ef vilji er endilega pròfið þetta næsta sumar à Àlftanesi 😁

Sumarfrístund er nauðsynlegt úrræði fyrir fjölskyldur í Garðabæ og Álftanesi.

Mjög góð ábending, einnig má benda á að þetta gæfi kost á að bjóða hlutastarfsfólki yfir veturinn sumarstarf og því líklegra að sama fólkið ráðist áfram í hlutastarf að hausti. Minni starfsmannavelta sparar ekki bara peninga heldur býður líka upp á betri þjónustu við börnin.

Nauðsynleg hugmynd fyrir börn sem eru of ung til að vera heima en vilja ekki vera í íþróttamiðaðri námskeiði/dagvistun. Mörg sumarnámskeið eru einungis part af degi. Skátarnir eru með flott námskeið á sumrin, en þau eru dýr ef nýta þarf margar vikur og þau eru eingöngu þegar skátarnir sjálfir eru ekki í útilegum/á mótum. Sniðugt væri að hafa þetta uppbyggt eins og leikjanámskeiðin i den..

Aðsókn í sumarfrístund í öðrum bæjarfélögum sýnir okkur hversu mikið við þurfum á þessu að halda á Álftanesi, börnin hér þurfa jafn mikið á þessu að halda og önnur börn og yrði aðsóknin alls ekkert minni hér

Vegna þess að ekki hafa allir tök á að hlaupa frá vinnu í tíma og ótíma...

Nauðsynlegt að foreldrar geti verið örugg með börn sín meðan þau eru í vinnu og þurfa ekki að sækja þau á hádegi og redda restinni af deginum

Bráðnauðsynlegt að bjóða ungum grunnskólabörnum upp á frístund á sumrin. Bæði þeirra vegna og foreldranna.

Nauðsynlegt fyrir bæði börn og foreldra, bæði til þess að þau fá að halda ákveðinni formfesti í sínu umhverfi en einnig auðveldar það foreldrum margt þar sem mörg námskeið eru eingöngu fyrir eða eftir hádegi og út fyrir hverfið.

Þetta er nauðsynlegt fyrir bæði börn og foreldra þar sem það er ekkert betra fyrir blessuð börnin að vera hent í pössun á milli heimila þar sem flestir foreldrar fá ekki svona langt sumarfrí. Þetta myndi ýta undir betri líðan hjá bæði börnum og foreldrum

Þetta er allt of langt tímabil sem þarf að brúa bil á milli skóla og sumarleyfis. Stór hluti þeirra námskeiða sem eru í boði eru einungis hálfan dag sem þyngir púsluspilið og veldur um leið miklum kvíða hjá ungum börnum sem finnst best að vera í sínum ramma og umhverfi sem þau þekkja. Flest nágranna sveitarfélög veita lengra tímabil í frístund. Með von um jákvæð viðbrögð!

Myndi létta verulega á heimilislífinu á sumrin að losna við fjarvistir úr vinnu til að skutla á milli námskeiða / sækja fyrr o.s.frv Fyrir utan gífurlegan kostnað sem fylgir námskeiðum og stressinu að ná að skrá á þau námskeið sem í boði eru áður en þau fyllast.

Frábær hugmynd

Yngstu grunnskólabörnin geta ekki verið ein allan daginn og ekki á allra færi (t.d. einstæðra foreldra) að dekka allt tímabilið með sumarfríi, pössun hjá ömmu og afa og dýrum íþróttanámskeiðum sem "barnapíu". Frístund á sumrin strax í Garðabæ!

þarf klárlega að brúa bilið. Því miður bíður samfélagið ekki upp á 2-3 mánaða sumarfrí foreldrana.

Nauðsynleg grunnþjónusta við börn og foreldra og með ólíkindum að Garðabær bjóði ekki upp á hana í dag, ólíkt nágrannasveitarfélögum. Námskeið á vegum íþróttafélaga henta ekki öllum börnum, oft hálfan daginn með tilheyrandi skutli. Þá þola sum börn illa, t.d vegna ADHD eða annarra aðstæðna, að vera með mismunandi leiðbeinendur og með ólíkum hópi barna í hverri viku, í ca 8 vikur á sumri. Þá er kostnaður af þessum námskeiðum gífurlegur. Vona af öllu hjarta að sumarfrístund verði næsta sumar!

Nauðsynlegt fyrir bæði börn og foreldra, bæði til þess að þau fá að halda ákveðinni formfesti í sínu umhverfi en einnig auðveldar það foreldrum margt þar sem mörg námskeið eru eingöngu fyrir eða eftir hádegi og út fyrir hverfið.

Það er ótrúleg tímaskekkja að Garðabær, sem státar af framúrskarandi skóla- og íþróttastarfi, skuli ekki bjóða upp á sumarfrístund fyrir börn í 1.-4. bekk. Frá skólalokum að vori fram að skólasetningu að hausti mínus fjórar vikur í sumarfrí ætti að vera skólafrístund með fjölbreyttri og uppbyggilegri starfsemi. Í því felst líka öflug forvörn og stuðningur við börn og foreldra.

Þetta er gríðarlega mikilvægt úrræði sem styður vel við fjölskyldur með ung börn á grunnskólaaldri. Sumarfríatund er úrræði sem veitir jafnt aðgengi óháð stöðu og styður þannig við breiðan hóp fólks.

Þetta er nauðsynlegt fyrir bæði börn og foreldra þar sem það er ekkert betra fyrir blessuð börnin að vera hent í pössun á milli heimila þar sem flestir foreldrar fá ekki svona langt sumarfrí.

Besta fjárfestingin til framtíðar er að styðja við barnafjölskyldur

Löngu úrelt að foreldrar elti misgóð námskeið yfir sumarið hjá einkaaðilum og félögum til að gæta barna sinna.

Nauðsynlegt skref sem Garðabær þarf að taka til að styðja við börn og foreldra í bænum þar sem fæstir hafa tök á 12 vikna sumarfríi. Sér í lagi þar sem fjölskyldufólki og ungum grunnskólabörnum hefur fjölgað ört síðustu ár með tilkomu stækkandi Urriðaholts og fjölgun í öðrum hverfum bæjarins. Mikilvægt er líka að börn geti sótt frístundarþjónustu innan síns hverfis og boðið sé upp á heilsdags námskeið til að dekka vinnudaginn.

Alveg galið að Garðabær sé eina bæjarfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu sem býdur ekki uppá þessa þjònustu.

Bráðnauðsynlegt! Myndi minnka streituálag á heimilið og fjölga gæðastundum.

Við eigum að búa börnunum öruggt samfélag og þetta málefni fellur hiklaust undir það. Börnin eiga rétt á festu og öruggu umhverfi á meðan foreldrar afla tekna fyrir heimilið.

Alveg galið að Garðabær bjóði ekki upp á þessa þjónustu! Íþróttanámskeiðin sem eru alltaf nefnd þjónusta bara hálfan daginn og hvað þá? Svo má nefna að það eru ekki öll börn sem njóta sín i íþróttum og oft er erfitt fyrir marga að fara í umhverfi sem þau þekkja ekki, með fólki og börnum sem þau þekkja ekki - þá er ég að tala um skátana. Sem frístundastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg þá er þessi starfsemi NAUÐSYNLEG fyrir yngstu börnin.

Það er nauðsynlegt að tryggja yngri grunnskólabörnum í Garðabæ sumar-frístund.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information