Bættar göngu- og hjólaleiðir í Hlíðasmára

Bættar göngu- og hjólaleiðir í Hlíðasmára

Göngustígum og gangséttum er mjög ábótavant í Hlíðasmára og getur verið hreinlega stórhættulegt að vera þar fótgangandi eða hjólandi. Sumsstaðar í hverfinu eru stígar, en annars staðar er enga slíka að finna og mikil umferð þarna oft á tíðum enda margir sem vinna í hverfinu. Í myrkri, snjó og hálku getur mikil hætta skapast. Ég legg til að gerðar verði umbætur á gönguleiðum og séð til þess að þær séu alls staðar meðfram götum í hverfinu.

Points

Gönguleiðir í hverfinu eru ómögulegar, það þarf að labba á götum og bílastæðum til að komast ferðar sinnar, nema á stöku stað þar sem gangstéttarstubbar finnast inn á milli. Það virðist alls ekki hafa verið gert ráð fyrir gangandi vegfarendum í hverfinu og getur mikil hætta skapast, sérstaklega á veturna.

Í tenginguni frá Smáralind að Holta/Hlíðarsmára eru nær engar gangstéttir eða pláss fyrir hjól. Mjög margir sem starfa í Hlíðar/Holtasmára taka strætisvagna sem stoppa við Smáralind og ganga og tengingin er vægast sagt léleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information