Sporna við matarsóun og hjálpa þurfandi íbúum

Sporna við matarsóun og hjálpa þurfandi íbúum

Akureyrarbær ætti í samráði við veitingaaðila bæjarins að koma á fót þjónustu þar sem matarafgangar eru sóttir á veitingastaði og dreift til þeirra sem þurfa. Bæjarstjórn ætti að kynna sér matargjafahópinn á Facebook og sjá hversu mörg í bænum eru í vanda að fæða sig og börnin sín. Miklu magni af ætum en óseljanlegum mat er hent daglega vegna þess að eina bjargráðið er flókin grasrótarstarfsemi. Stofna starfshóp strax og leysa bæði matarþörf og matarsóun með framsækni að leiðarljósi.

Points

Akureyri gefur sig út fyrir að vera fjölskyldubær með vistvæn gildi. Samt er matarþörf mikil og matarsóun enn meiri. Akureyrarbær gæti auðveldlega verið leiðandi sveitafélag í því að sporna við matarsóun með því að deila matnum út til þurfandi. Það þarf kerfi frá bænum þar sem mat er safnað á veitingastöðum í stað þess að henda honum, sækja hann og dreifa honum á öruggum stöðum. Það væri auðvelt að fá veitingaaðila. Hjálpræðisherinn og Rauða Krossinn með í verkefnið. Þetta er vel hægt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information