Stór fjölskyldugarður á Kársnesi.

Stór fjölskyldugarður á Kársnesi.

Þörfin á grænum svæðum á Kársnesinu er brýn. Það vekur athygli að svæðið þar sem niðursuðuverksmiðjan ORA er staðsett, þ.e. Vesturvör 12 virðist ekki komið á kortið hjá byggingafyrirtækjum og ekki heldur lóðirnar þar sem skemmurnar á Vesturvör 14 og 16 eru. Ég legg til Kópavogsbær kaupi þessar lóðir ásamt byggingum, láti rífa verksmiðjuna og skemmurnar og fái síðan færustu landslagsarkitekta til að hanna þarna fallegan fjölskyldugarð, skrúðgarð með tjörnum, hljómskála og leiksvæðum fyrir börn.

Points

Það er búið að leggja drög að fjölmennri blokkarbyggð meðfram strandlengjunni við Fossvoginn og yfir vestanvert Kársnesið. Til þess að gera Kársnesið að mannvænlegu svæði fyrir þá sem þarna búa þarf að að gera meira en að fylla nesið af steinsteypu og malbiki. Fjölskyldugarður af þessari stærðargráðu nýtist öllum Kópavogsbúum og garðurinn gæti orðið samkomustaður á tyllidögum. Borgarlínan steinsnar frá, auk þess sem göngustígarnir tengjast þessu svæði og stutt í smábátahafnirnar á Kársnesinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information