Endurheimt / stækkun 'Ævintýraskógar´

Endurheimt / stækkun 'Ævintýraskógar´

Þegar byggðar voru blokkir neðst í Kópavogsgerði fengu verktakar leyfi til að byggja nær lóðarmörkum en upphaflega stóð til. Við þetta var skógarspildan sem leikskólakrakkarnir kalla Ævintýraskóg minnkuð talsvert. Þetta var gert án samráðs við leikskólana þrátt fyrir að vera skilgreint útivistarsvæði fyrir þá. Upplagt er að endurheimta fyrri stærð með gróðursetningum í átt að Kópavogstúni þar sem nú eru skólagarðar og endurheimta þar með dýrmætt útivistar og útikennslusvæði barnanna okkar.

Points

Skógarspildan er orðin ansi lítil eftir skerðingu vegna nýbygginga. Hún er þó enn mikilægur hluti af útivist og útikennslu leikskóla og skólabarna en þyrfti amk að endurheimta fyrri stærð til að styðja almennilega við það hlutverk. Það tekur tíma fyrir tré að vaxa og ekki seinna vænna en að gera eitthvað í málinu. Binda smá kolefni í leiðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information