Betra leiksvæði við Stórateig

Betra leiksvæði við Stórateig

Leikvöllurinn milli Stórateigs og Merkjateigs er illa farinn og þarfnast bæði viðhalds og uppfærslu. Grindverk er algjörlega ónýtt og hættulegt, vegasalt er brotið, möl allt of gróf og þyrftu að vera gúmmímottur í kring um leiktækin. Mætti bæta við t.d. rennibraut, klifurgrind eða einhverskonar þrautabraut. Frekar óspennandi leiksvæði sem virðist frekar vera notað til að leyfa hundum að skíta á en myndi vera meira notað ef því væri veitt meiri ást og athygli.

Points

Engin spurning, alveg nauðsynlegt 🙏🏻

Mjög nauðsynlegt fyrir börnin að gera öruggt og gott leiksvæði.

Mætti gera fallan rósagarð þarna

Leikvöllurinn yrði notaður meira af börnum í hverfinu ef gerður aðeins meira spennandi með fleiri leiktækjum og fallegri umgjörð s.s. nýtt grindverk öryggis vegna, mögulega trjágróður, þrautabraut, rennibraut, klifurgrind, gúmmímottur o.s.frv. Nú er umgengnin léleg, og leikvöllurinn í niðurníðslu.

Leikvellir hvetja til útiveru og hreyfingar og gera fjölskyldum kleift að hafa það gaman saman. Sannarlega verðugt verkefni.

Frábær tillaga og þarft verkefni fyrir börnin í hverfinu.

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information