Losun garðaúrgangs á Álftanesi - fyrir stækkandi byggð

Losun garðaúrgangs á Álftanesi - fyrir stækkandi byggð

Finna grænni og umhverfisvænni lausn fyrir losun á ýmsum garðaúrgangi fyrir stækkandi byggð á Álftanesi. Það er ekki boðlegt að keyra ótal ferðir og langar leiðir á Sorpu í annað sveitarfélag. Það mengar, skapar hávaða og skilur stundum eftir sig slóð af greinum, mold og grjóti. Fólk er hvatt til að hafa garða sína snyrtilega og það þarf að halda þeim við allt sumarið. Það er ekki nóg að garðaúrgangur er hirtur við lóðarmörk seint og illa, einu sinni á ári.

Points

Minnka mengun frá bílaumferð - minnka hávaða í gegnum íbúðahverfi - nýta lífræn efni betur - bæjarbúar mundu spara gríðarlegan tíma - minnka sjónræna mengun (svartir ruslapokar sem safnast upp á lóðarmörkum á vorin)

Nauðsynlegt! Er líka hvetjandi fyrir íbúa Álftanes í garðatiltektinni, að þurfa ekki að fara langar leiðir með úrgang.

Mætti væntanlega kynna betur þá jarðvegsgáma sem komið er fyrir á Álftanesinu á sumrin en það mætti líka auka aðgengi að þeim, ekki á allra færi að tæma úr þungum pokum í gámana og svo mættu þeir líka koma fyrr á vorin.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information