Gera aðrein fyrir gangandi vegfarendur inná Ölfusárbrú

Gera aðrein fyrir gangandi vegfarendur inná Ölfusárbrú

Nauðsynlegt er að gera aðrein fyrir gangandi- og hjólandi vegfarendur inná Ölfusárbrú þar sem göngstígurinn þrengist töluvert þegar beygt er inná brúnna þegar gengið er inná hana frá hringtorginu. Æskilegast væri að að gera svokallaða aðrein á göngustíginn á brúnni eins og hefur verið gert á hinum enda brúarinnar.

Points

Stórir flutningabílar skera beygjuna á göngustígnum þegar beygja inná brúnna sem getur skapað talsverða hættu. Beygjan er það þröng að það getur verið erfitt að ná beygjunni á reiðhjóli, vespum og með barnavagna án þess að þurfa fara óþægilega nálægt bílaumferð sem er að fara yfir brúnna. Einnig getur verið erfitt fyrir bílaumferð í hringtorginu að átta sig á því hvort gangandi eða hjólandi vegfarendur séu að fara yfir gangbrautina á brúnni eða taka beygjuna inná brúnna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information